Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
sunnudagur, nóvember 26, 2006

Uppskrift dagsins

Við Solveig elduðum alveg hreint frábæran mat áðan. Hér er uppskriftin :)

Crêpes a la Vala og Solveig

Crépes:
1 bolli hveiti
2 egg
1/2 bolli mjólk
1/2 bolli vatn
1/4 tsk salt
2 msk brætt smjör

Meðlæti
Hrærið saman hveiti og eggjum, bætið vatninu og mjólkinni varlega útí. Hrærið. Bætið restinni við.
Steikið þunnar pönnuköku, þetta verða 4 kökur á venjulegri pönnukökupönnu.

Sjóðið hrísgrjón, þegar vatnið er næstum soðið upp, kryddið með karrýi og steinselju.

Skerið niður sveppi, lauk, papriku og kúrbít, steikið í olíu og kryddið vel með salti og chilli.

Setjið grjónin og grænmetiblönduna á hverja köku. Rúllið upp og etið.

Njótið.

P.S.
Að sjálf sögðu er hægt að setja hvað sem er á kökurnar, s.s. rækjur, kjúkling og sýrðan rjóma.
Prófið einnig að setja sultu, rjóma, niðurskorna ávexti og súkkulaðisósu og/eða -spæni. Þá er kominn dýrindis eftirmatur.


skrifað af Runa Vala kl: 19:23

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala